Kröfu um endurnýjun hjá Samfylkingunni að mestu hafnað 12. nóvember 2006 11:52 Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi. Formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hlaut 70 prósent gildra atkvæða í efsta sæti en til samanburðar má geta þess að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hlaut 89 prósent atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri fyrir tveimur vikum. Össur Skarphéðinsson hlaut 16 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Annað sæti hlaut Össur Skarphéðinsson, þriðja Jóhanna Sigurðardóttir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, varð hlutskarpastur í baráttu um fjórða sætið. Helgi Hjörvar varð fimmti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sjötta, Mörður Árnason varð í sjöunda sæti og áttunda sæti hlaut Steinunn Valdís Óskarsdóttir en flokkurinn fékk síðast átta þingmenn kjörna í Reykjavík. Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi. Röðin varð annars þessi: 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Jóhanna Sigurðardóttir 4. Ágúst Ólafur Ágústsson 5. Helgi Hjörvar 6. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 7. Mörður Árnason 8. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 9. Kristrún Heimisdóttir 10. Valgerður Bjarnadóttir 11. Guðrún Ögmundsdóttir 12. Ellert B. Schram 13. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 14. Þórhildur Þorleifsdóttir 15. Glúmur Baldvinsson Alls kusu 4.869 manns í hálfopnu prófkjöri Samfylkingarinnar en til samanburðar má geta þess að 10.846 manns kusu í lokuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Þinglið Samfylkingarinnar í höfuðborginni hélt að mestu velli í prófkjöri flokksins í gær og verða efstu sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum skipuð sömu frambjóðendum og síðast, ef frá er talin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem féll út. Í stað hennar kemur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sem náði áttunda sæti. Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi. Formaður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hlaut 70 prósent gildra atkvæða í efsta sæti en til samanburðar má geta þess að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hlaut 89 prósent atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri fyrir tveimur vikum. Össur Skarphéðinsson hlaut 16 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Annað sæti hlaut Össur Skarphéðinsson, þriðja Jóhanna Sigurðardóttir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður flokksins, varð hlutskarpastur í baráttu um fjórða sætið. Helgi Hjörvar varð fimmti, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sjötta, Mörður Árnason varð í sjöunda sæti og áttunda sæti hlaut Steinunn Valdís Óskarsdóttir en flokkurinn fékk síðast átta þingmenn kjörna í Reykjavík. Kröfu um endurnýjun í þingliði Samfylkingarinnar í Reykjavík var að mestu hafnað og stóðu sitjandi þingmenn flokksins af sér harða hríð sem nýliðar gerðu að sætum þeirra, ef undan er skilin Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður, sem varð í ellefta sæti. Hún tók tíðindunum þó vel í gærkvöldi. Röðin varð annars þessi: 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Jóhanna Sigurðardóttir 4. Ágúst Ólafur Ágústsson 5. Helgi Hjörvar 6. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 7. Mörður Árnason 8. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 9. Kristrún Heimisdóttir 10. Valgerður Bjarnadóttir 11. Guðrún Ögmundsdóttir 12. Ellert B. Schram 13. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir 14. Þórhildur Þorleifsdóttir 15. Glúmur Baldvinsson Alls kusu 4.869 manns í hálfopnu prófkjöri Samfylkingarinnar en til samanburðar má geta þess að 10.846 manns kusu í lokuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira