Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar 11. nóvember 2006 11:16 MYND/Vísir Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa. Fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, að vandséð sé hvernig borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík geta rökstutt óbreyttan samning eftir þær uppljóstranir að til væri nýtt verðmat á Landsvirkjun, dagsett í september, sem staðfesti að hinn nýi samningur byggi á forsendum og verði sem allir borgarfulltrúar hafi verið sammála um að væri óásættanlegt fyrir aðeins 9 mánuðum síðan. Borgarstjóri hafi leynt þessu nýja verðmati fyrir borgarráði og borgarstjórn. Þá telji Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar að skuldabréfin sem Reykjavíkurborg fær sem greiðslu fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu ofmetin um 3,5 milljarða króna. Borgarstjóri segi það "misskilning" og vísi í tveggja daga gamla reglugerð.„Fjórir meginþættir rökstyðja þá skoðun Samfylkingarinnar að verðmatið sé vanmat:i) í spám um raforkuverð til framtíðar er miðað við samninga við Alcoa, sem voru nokkurs konar nauðasamningar, í stað nýjustu samninga um raforku til stóriðju (Alcan) sem voru mun hærri.ii) miðað er við áhættu í áliðnaði í stað áhættu í raforkuiðnaði en Landsbanki Íslands gerði athugasemdir við að þessa aðferð fyrir rúmu ári síðaniii) miðað er við óhagstætt smæðarálag sem svo er kallað, 1,0% í stað 0,5% sem íslensku bankarnir nota við verðmat á stærri fyrirtækjum.iv) framtíðarmöguleikar Landsvirkjunar, þekking á virkjunum og orkunýtingu, núverandi og væntanleg virkjunar- og rannsóknarleyfi og aðrar duldar eignir, svo sem hagur af því að sameina Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða er YFIRHÖFUÐ EKKI metnar til verðs," segir í tilkynningu Dags.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira