Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðaveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að
ástæðalausu.
Á Hellisheiði og Þrengslum er hálka og éljagangur. Hálkublettir eru á öllu Suðurlandinu. Hálka, hálkublettir og éljagangur er á Vesturlandi. Snjóþekja og stórhríð er á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er víða hálka, hálkublettir, snjóþekja og snjókoma. Á Steingrímsfjarðarheiði er þæfingur og snjókoma. Hætt hefur verið við mokstur á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði í dag vegna snjóflóðahættu.
Á Norðvestur- og Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, hálkublettir og éljagandur.
Á Austurlandi er komnir hálkublettir á Fagradal og Fjarðarheiði.