Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu.
Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, snjóþekja og
éljagangur er á Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum er víða hálka, snjóþekja og snjókoma.
Hætt hefur verið við mokstur á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði í dag
vegna snjóflóðahættu.
Á Norðvestur- og Norðausturlandi er snjóþekja og hálkublettir og
éljagandur.
Á Austur- og Suðausturlandi er ágætis færð