
Golf
Ragnhildur úr leik á Ítalíu

Ragnhildur Sigurðardóttir náði sér ekki á strik á þriðja degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í dag þegar hún lék á 10 höggum yfir pari og er því úr leik á mótinu. Ragnhildur var á 17 höggum yfir pari samanlagt og endaði í 86.-90. sæti á mótinu en aðeins 65 keppendur náðu í gegn um niðurskurð inn á fjórða hring á morgun.