Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum 9. nóvember 2006 18:35 Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar. Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira