Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum 9. nóvember 2006 18:35 Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar. Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar.
Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira