Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna 9. nóvember 2006 12:00 Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá afsögn Rumsfelds boðaði George Bush Bandaríkjaforseti til fundar í Hvíta húsinu í gær þar sem útnefning Bob Gates var kynnt. Bush þakkaði þar Rumsfeld fyrir vel unnin störf og kvaðst binda miklar vonir við að eftirmaður hans myndi koma inn í landvarnaráðuneytið með nýja og ferska sýn. Gates, sem er 63 ára að aldri, var forstjóri CIA á árunum 1991-1993 en síðustu ár hefur hann starfað sem rektor A&M-háskólans í Texas. Hann er sagður njóta virðingar bæði repúblikana og demókrata og því er reiknað með að staðfesting öldungadeildarinnar á útnefningu hans sé einungis formsatriði. Gates situr í nefnd á vegum stjórnarinnar sem meta á ástandið í Írak og koma með tillögur um breytingar á stefnunni. Nefndin hefur ekki skilað tillögum sínum en búist er við að þær feli í sér að bandaríska herliðið verði kallað heim frá Írak smátt og smátt og aukinn þrýstingur verði settur á Sýrlendinga og Írana um að blanda sér ekki í íröksk innanríkismál. Af þessu draga stjórnmálaskýrendur þá ályktun að Gates muni í embætti sínu ekki beita sér fyrir róttækum breytingum á stefnunni heldur eru ráðherraskiptin fyrst og fremst tilraun Bandaríkjastjórnar til að sýna að hún sé að bregðast við úrslitum kosninganna og losa sig við holdgerving þess sem miður hefur farið í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira