Fjórir voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Svalbarðsströnd á sjötta tímanum í dag. Konan sem keyrði bílinn skarst lítillega en þrjú börn hennar, sem voru með henni í bílnum, sluppu ómeidd. Töluverð hálka var þegar slysið átti sér stað.
