Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi 6. nóvember 2006 14:10 MYND/GVA Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005. Í skýrslunni dregur Ríkisendurskoðun saman helstu niðurstöður fjárhagsendurskoðunar sinnar fyrir síðasta ár, en þá voru samtals 418 ársreikningar stofnana og fyrirtækja í ríkisreikningi með áritun endurskoðenda. Á árinu var afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um tæpa 113 milljarða króna sem svarar til tæplega 27 prósenta af heildartekjum ársins og er um að ræða mikla breytingu til hins betra frá síðustu árum. Um helming þessarar jákvæðu afkomu má rekja til tekna af sölu Landssímans en auk þess hafa skatttekjur ríkisins vaxið mjög undanfarin ár. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að í árslok í fyrra hafi ónýttar fjárheimildir numið rúmum 27 milljörðum en á sama tíma hafði 141 fjárlagaliður farið 9,3 milljarða fram úr fjárheimildum ársins. „Ríkisendurskoðun ítrekar þá skoðun sína að slíkur flutningur fjármuna milli ára veiki mjög framkvæmd fjárlaga. Sérstök athugasemd var gerð við 54 stofnanir þar sem útgjöld fóru 4% eða meira fram úr þeim fjárheimildum sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um. Þá var 14 stofnunum bent á að samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins um lána- og reikningsviðskipti ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs er ríkisstofnunum óheimilt að fjármagna rekstur sinn með yfirdrætti á bankareikningi," segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun bendir á að innra eftirlit sé ein af áhrifaríkustu leiðum stjórnenda til að standa undir auknum kröfum um hagkvæmni og skilvirkni og þá sé mikilvægt að stjórnendur meti þá áhættu sem felst í rekstrinum hverju sinni. Enn vanti talsvert upp á að ríkisaðilar vinni í anda áhættustjórnunar og geri eiginlegt áhættumat fyrir starfsemi sína. Ríkisendurskoðun vekur einnig athygli á því að umhirða bókhaldsgagna hjá ríkisstofnunum hafi batnað mjög á undanförnum árum en sums staðar voru gerðar athugasemdir við, að ekki væri í fylgiskjölum greint frá magni, einingum né tímafjölda í verkum sem krafist var greiðslu fyrir vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu. Þá var ekki alltaf getið um tilefni risnureikninga, eins og skylt er samkvæmt reglum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira