Þróunarlönd aðstoðuð á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar 3. nóvember 2006 14:29 MYND/GVA Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta og aðstoða þannig þróunarlönd á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar. Valgerður tilkynnti þessa ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og er verkefnið framlag til baráttunnar gegn eyðimerkurmyndun í heiminum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og jafnframt liður í aðgerðum þjóða heims til að draga úr loftslagsbreytingum.Verkefnið verður í höndum Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að íslenskar aðstæður henti óvenjulega vel til samstarfs við þróunarlönd um fræðslu og starfsþjálfun á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar því jarðvegseyðing á Íslandi eigi sér hliðstæðu í þróunarlöndunum. Hér á landi hafi verið unnið þrekvirki í að stöðva jarðvegsrof og endurreisa landgæði, en á næsta ári verða 100 ár liðin frá setningu laga um landgræðslu hér á landi.Bent er á í tilkynningunni að hnignun vistkerfa, eyðing gróðurs, jarðvegseyðing og myndun eyðimarka séu meðal alvarlegustu umhverfisvandamála heimsins. Þau eigi mikinn þátt í loftslagsbreytingum, þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, vaxandi fátækt í mörgum löndum og skertu fæðuöryggi jarðarbúa.Ráðgert er að verkefnið hefjist þegar næsta sumar með námsdvöl valins hóps fagfólks frá þróunarlöndum á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar við stofnanir hér á landi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að stofna til þróunarverkefnis á sviði jarðvegsbóta og aðstoða þannig þróunarlönd á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar. Valgerður tilkynnti þessa ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun og er verkefnið framlag til baráttunnar gegn eyðimerkurmyndun í heiminum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og jafnframt liður í aðgerðum þjóða heims til að draga úr loftslagsbreytingum.Verkefnið verður í höndum Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að íslenskar aðstæður henti óvenjulega vel til samstarfs við þróunarlönd um fræðslu og starfsþjálfun á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar því jarðvegseyðing á Íslandi eigi sér hliðstæðu í þróunarlöndunum. Hér á landi hafi verið unnið þrekvirki í að stöðva jarðvegsrof og endurreisa landgæði, en á næsta ári verða 100 ár liðin frá setningu laga um landgræðslu hér á landi.Bent er á í tilkynningunni að hnignun vistkerfa, eyðing gróðurs, jarðvegseyðing og myndun eyðimarka séu meðal alvarlegustu umhverfisvandamála heimsins. Þau eigi mikinn þátt í loftslagsbreytingum, þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, vaxandi fátækt í mörgum löndum og skertu fæðuöryggi jarðarbúa.Ráðgert er að verkefnið hefjist þegar næsta sumar með námsdvöl valins hóps fagfólks frá þróunarlöndum á sviði landgræðslu og jarðvegsverndar við stofnanir hér á landi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Sjá meira