Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum 2. nóvember 2006 18:26 Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira