Sjö þegar yfirheyrðir vegna hlerana 31. október 2006 19:15 Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Rannsókn sýslumannsins á Akranesi í hlerunarmálinu er langt komin en skýrslur hafa verið teknar af sjö mönnum vegna málsins. Rannsóknin snýr að meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og starfsmanns hans í utanríkisráðuneytinu. Maðurinn sem á að hafa hlerað Jón Baldvin hefur verið nafngreindur og upplýsingar um hann eru í höndum sýslumanns. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólafur þór Hauksson, verst frétta af gangi rannsóknarinnar en segir þó að henni miði vel "miðað við það sem úr er að moða", - eins og hann orðar það. Ólafur Þór gerir ráð fyrir því að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og verði að óbreyttu langt komin strax í næstu viku. Nú þegar er búið að taka skýrslu af sjö mönnum og segir Ólafur Þór, sýslumaður, að þeir hafi allir haft réttarstöðu vitna - ekki grunaðra. Hann eigi eftir að taka skýrslu af tveimur til þremur mönnum til viðbótar og er á sýslumanni að heyra að fleiri verði ekki kallaðir til, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar. Árni Páll Árnason, sem er í prófkjörsbaráttu fyrir Samfylkinguna í suðvesturkjördæmi hefur enn ekki mætt til sýslumanns - en hann á fund með honum á mánudag. Árni Páll greindi frá því að hann hefði verið varaður við því að sími hans var hleraður þegar hann var starfsmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gefið skýrslu. Það sama gerði heimildarmaður Jóns Baldvins sem var í yfirmannastöðu hjá Landsímanum, en sá lét Jóni Baldvin vita um mann sem mun hafa setið löngum stundum og hlustað við tengivirkið hjá símanum. Eitt skipti hefði heimildarmaðurinn laumast í hlerunartækin og heyrt þá símmtal Jóns Baldvins, þáverandi utanríkisráðherra. Jón Baldvin segir að heimildarmaðurinn hafi getað nafngreint þann dularfulla mann sem átti að hafa setið við hlustir vikum eða mánuðum saman hjá símanum. Viti Jón Baldvin þó ekki hvort sá maður hafi verið kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Sýslumaðurinn á Akranesi skilar ríkissaksóknara niðurstöðu sinni og gerir hann ráð fyrir því að saksóknarai geri opinberlega grein fyrir henni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira