Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu 31. október 2006 19:09 Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira