Pólverjar vinna mál gegn starfsmannaleigu 31. október 2006 19:09 Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur. Fréttir Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Tólf Pólverjar sem störfuðu við Kárahnjúka unnu í dag dómsmál gegn starfsmannaleigu og fengu viðurkennt að þeir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta er afar mikilvægur dómur, að mati verkalýðshreyfingarinnar. Pólverjarnir tólf voru ráðnir af starfsmannaleigunni 2b til starfa við Kárahnjúkavirkjun á liðnu ári. Ráðningartíminn var þrír mánuðir en áður en hann var liðinn var lagt að mönnunum að halda til baka til síns heima. Var þetta gert eftir að starfsmennirnir leituðu til Afls - starfsgreinasambands Austurlands og töldu þeir á sér brotið. Endaði með því að Afl sóttir þessa menn uppá Kárahnjúka og aðstoðaði þá við að leita réttar síns. Samkvæmt dómnum í dag var ekki fallist á að starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum þeirra ýmsan kostnað, meðal annars við ferðir til landsins, þýðingar, vottorð, gistingu, fæði og fleira. Þetta hafi verið á skjön við ráðningarsamning sem gerður var í Póllandi. Samkvæmt dómnum var engin heimild fyrir því að draga af launum pólverjanna og fallist á allar kröfur þeirra fyrir dómi. Var starfsmannaleigunni gert að greiða hverjum og einum á milli 300 og 400 þúsund krónur með vöxtum auk málskostnaðar. Ráðningartími þeirra var þrír mánuðir þannig að pólsku verkamennirnir voru hlunnfarnir um á annað hundrað þúsund krónur á mánuði. Alls töldust vangreidd laun um fjórar milljónir og málskostnaður tvær milljónir. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri Afls segfir að þessi dómur sé að mati hans og annara í verkalýsðhreyfingunni, afar mikilvægur - ekki síst sú eindregna niðurstaða að ekki sé hægt að draga kostnað frá launum þeirra sem komi til starfa í gegnuym starfsmannaleigur.
Fréttir Innlent Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira