Haldin verður bænastund við Óshyrnu á Óshlíðarvegi annað kvöld klukkan átta. Biðja á fyrir vegfarendum sem keyra um Óshlíð og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur á vegasamgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en hætta skapast í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni, líkt og gerðist um helgina.
