Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt.
Hann fór að heiman á fimmtudag og virðist hafa farið í göngutúr frá bíl sínum þegar í Dyrdal var komið. Þegar ekkert spurðist til hans síðan var leit hafin í gærkvöldi og fannst hann spölkorn frá bílnum.
Dalurinn er afskekktur og afar fáfarinn á þessum árstíma og að sögn veðurstofunnar var afleitt veður á þessum slóðum á fimmtudagskvöldið, kalsaslydda eða snjókoma og hvassviðri, en við slíkar aðstæður er kæling mjög mikil. Lögregla var í morgun að kanna vettvang nánar