Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar 29. október 2006 23:31 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Innlent Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu.
Innlent Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira