Norræn samvinna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi 27. október 2006 20:00 Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Íslendingar leggja áherslu á norræna samvinnu í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Norðurlandaráðs. Formaður Íslandsdeildar ráðsins veit ekki hvort íslensk stjórnvöld sækist eftir framkvæmdastjórastöðu norrænu ráðherranefndarinnar. Þing Norðurlandanna fer fram í næstu viku í Kaupamannahöfn og að vanda ber þar margt á góma. Mansal og loftslagsmál er á meðal þess sem þingfulltrúarnir skeggræða og eflaust berst ný skoðanakönnun ráðsins um afstöðu almennings til norræns samstarfs í tal. Flestir Norðurlandabúar telja samstarf á sviði umhverfismála mest aðkallandi þótt þeim hafi fækkað nokkuð frá því síðasta könnun var gerð árið 1993. Sameiginleg barátta gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi er hins vegar orðin það svið sem næstflestir leggja mesta áherslu á og menntamálin koma svo í þriðja sæti. Norðurlöndin eru það svæði sem flestir Íslendingar álíta mikilvægast að eiga samstarf við. 69% eru þeirrar skoðunar á meðan helmingur þjóðarinnar telur nær að efla samvinnuna við ESB-löndin og fjórðungur við Bandaríkin. Íslensk stjórnvöld eru sögð leggja mikla áherslu á að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði næsti framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Þar er við ramman reip að draga því Finnar vilja ólmir koma sínum manni að, og að sögn finnskra fjölmiðla eru þeir gramir Íslendingum fyrir leynimakk. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, segir broslegt hvernig þessi mál hafi verið rædd. Ekki sé staðfest að Ísland sækist eftir starfinu, en þó sé löngu orðið tímabært að Íslendingar fái framkvæmdastjórastöðuna. Íslendingur hafi aldrei gengt henni en það hafi Finni gert, minnst einu sinni og stutt síðan síðast. Sigríður Anna segir Íslandsdeildina ekki eiga aðkomu að þessu. Málið sér fyrst og fremst hjá ráðherrum landanna og hún á von á því að það verði til lykta leitt á fundi þeirra á mánudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira