Stjórnarformaður Karls K. Karlssonar var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna áfengisauglýsingar sem birt var í tímaritinu Gestgjafanum árið 2003.
Það var auglýsing fyrir áfengt léttvín af tegundinni Meteus Rosé, sem var birt í 11. tölublaði Gestgjafans fyrir 3 árum, sem um var deilt. Í texta auglýsingarinnar segir m.a. „DRINK PINK Mateus - meiriháttar!".
Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði um kynningu að ræða sem hefði birst í 2 tímaritum, ekki auglýsingu. Auk þess bæri hann ekki ábyrgð á kynningum fyrirtækisins.