Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða 26. október 2006 21:15 MYND/Róbert Reynisson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni. Þrjár hrottalegar nauðganir í miðborginni á undanförnum hálfum mánuði hafa verið til umræðu í fjölmiðlum en lögreglan hefur ekki haft upp á ofbeldismönnunum. Borgarstjóri segir að þetta kalli á aðgerðir lögreglu og borgaryfirvalda. Borgarstjóri segir líkast til hægt að fullyrða að nauðgunarmálum, þ.e. grófum nauðgunum, hafi fjölgað. Það verði að taka á þessu með ákveðnum hætti en hvernig sé ekki hægt að segja nú. Það sé verið að skoða það. Hann segir að auðvitað séu þessi mál fyrst og fremst í höndum lögreglunnar. Þess vegna sé mikilvægt að það sé gott samstarf milli lögreglu og borgaryfirvalda og svo sé. Borgarstjóri segir að rætt hafi verið innan borgarkerfisins og lögreglunnar að stytta opnunartíma skemmtistaða. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt og engin tillaga þess efnis uppi á borðinu. Borgarstjóri segist hafa samþykkt breyttan opnunartíma á sínum tíma og skoðun hans í þeim efnum sé óbreytt. Staðan nú þýði að ekki verði óheppilegar hópamyndanir eins og áður en það neikvæða sé að langt úthald í neyslu áfengis og lyfja þýði laskaða dómgreind fólks og þá sé hætta á að válegir atburðir eigi sér stað þegar fólk skemmti sér fram undir morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira