Malaví býður íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum 26. október 2006 19:29 Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ísland er nú í níutugasta og fimmta sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, einu sæti fyrir neðan Malaví sem er þiggjandi stórs hluta þróunaraðstoðar Íslendinga. Yassín Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast stöðu Íslands á lista FIFA og telur að landsliðin ættu að leika vináttuleik svo Íslendingar geti séð hvernig fátæku litlu ríki tekst að færast ofar á styrkleikalistanum. Gengi Íslenska landsliðsins hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina en hæst hefur liðið komist í 37. sæti á styrkleikalista FIFA. Á nýjum lista sem birtur var í síðustu viku þarf að fara býsna neðarlega á listann til að finna nafn Íslands, eða í 95. sæti. Þar er ísland næst á undan Gabon en einu sæti fyrir neðan afríkuríkið Malaví. Það er mikil fátækt í Malaví og barnadauði mikill. 'Islendingar hafa stutt landið með þróunaraðstoð í gegnum árin, einkum á sviði heilbrigðisþjónustunnar og nefna má að Sigurður Guðmundsson, landslæknir dvelur nú þar í landi í ársleyfi við að aðstoða við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Það gefur auga leið að í landi þar sem börn svelta eru ekki miklir peningar til knattspyrnuiðkunar. En þrátt fyrir fjárskort og þjálfaravandræði eiga Malavar betra landslið í knattspyrnu en Íslendingar - samkvæmt styrkleikalistanum. Yassin Osman, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Malaví, undrast að íslenska landsliðið sé í þessari slöku stöðu og telur að liðið hefði gott af að heimsækja Malaví og leika vináttulandsleik við heimamenn. Þannig geti íslendingar lært að vinna sig upp styrkleikalistann.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira