Óánægðir með að vera kallaðir "jeppagengi" 26. október 2006 19:17 Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra vill breyta ásýnd friðargæslunnar og draga eins og kostur er úr því að íslendingar beri vopn og vera hluti af hernaðarkerfi. Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan hafa klæðst herbúningum og borið vopn til sjálfsvarnar. Hluti þeirra hefur verið í eftirlitssveitum á sérbúnum jeppum sem sendir voru frá Íslandi. Nokkrir þeirra hafa í samtali við fréttastofu lýst mikilli óánægju með orðaval utanríkisráðherra þegar hún vísaði til þeirra sem "jeppagengi". Fannst þeim felast í þessu óvirðing við þeirra störf - en enginn vildi koma fram undir nafni. Ráðherra virðist vilja draga úr þessum broddi og þakkar þeim fyrir vel unnin störf í pistli á heimasíðu sinni í dag. Íslenskur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir eru nú í Afganistan og munu á laugardag byrja að fræða heimamenn. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, yfirmann friðargæslunnar munu þær ekki bera vopn. Þær munu þó njóta verndar vopnaðra manna þegar þær fara á milli staða, og munu íslenskir og litháískir friðargæsluliðar sinna því verkefni. Alls eru 14 Íslendingar að störfum í Afganistan. Allir starfa þeir undir merkjum ISAF á vegum Atlantshafsbandalagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Íslenskir starfsmenn friðargæslunnar í Afganistan eru afar óánægðir með tal utanríkisráðherra um að þeir hafi starfað í "jeppagengjum", en ráðherrann vill mýkja ásýnd friðargæslunnar. Íslensk hjúkrunarkona og ljósmóðir eru nú í Afganistan og hefja störf á laugardag. Þær verða ávallt í fylgd vopnaðra fylgdarmanna. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra vill breyta ásýnd friðargæslunnar og draga eins og kostur er úr því að íslendingar beri vopn og vera hluti af hernaðarkerfi. Íslenskir friðargæsluliðar í Afganistan hafa klæðst herbúningum og borið vopn til sjálfsvarnar. Hluti þeirra hefur verið í eftirlitssveitum á sérbúnum jeppum sem sendir voru frá Íslandi. Nokkrir þeirra hafa í samtali við fréttastofu lýst mikilli óánægju með orðaval utanríkisráðherra þegar hún vísaði til þeirra sem "jeppagengi". Fannst þeim felast í þessu óvirðing við þeirra störf - en enginn vildi koma fram undir nafni. Ráðherra virðist vilja draga úr þessum broddi og þakkar þeim fyrir vel unnin störf í pistli á heimasíðu sinni í dag. Íslenskur hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir eru nú í Afganistan og munu á laugardag byrja að fræða heimamenn. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, yfirmann friðargæslunnar munu þær ekki bera vopn. Þær munu þó njóta verndar vopnaðra manna þegar þær fara á milli staða, og munu íslenskir og litháískir friðargæsluliðar sinna því verkefni. Alls eru 14 Íslendingar að störfum í Afganistan. Allir starfa þeir undir merkjum ISAF á vegum Atlantshafsbandalagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira