HS samþykkir 10 milljóna dollara tilboð bandaríska hersins 26. október 2006 16:08 Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Fram kemur í tilkynningu frá hitaveitunni að tilboðið hafi borist í gær og var fjallað um það á stjórnarfundi í dag og það samþykkt. Segir í tilkynningunni að tilboðið hafi verið lægra en efni hafi staðið til en þegar horft var til hins kostarins, að heyja löng og kostnaðarsöm málaferli fyrir bandarískum dómstólum með óvissum ávinningi, var ákveðið að taka því. Varnarliðið tilkynnti hitaveitunni í lok mars að samningnum yrði sagt upp og hófust þá viðræður milli aðilanna um bætur fyrir uppsögn samningsins. Upphafleg krafa hitaveitunnar var í kringum 50 milljónir dollara, eða rum 3,5 milljarðar króna, en þá var ekki vitað hver framtíð mannvirkja á varnarsvæðinu yrði. Kröfurnar þá byggðust meðal annars á breytingum sem yrði að ráðast í vegna brotthvarfs Bandaríkjamanna, kostnað við að fjarlægja lagnir og að einungis 5 prósent húsnæðis á varnarsvæðinu yrði upphitað í framtíðinni. Með nýju varnarsamkomulagi Bandaríkjamanna og Íslendinga tóku Íslendingar hins vegar við öllu húsnæði á svæðinu og er því íslenska ríkið orðið viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja í stað Bandaríkjahers. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja, kaupir íslenska ríkið um 70 prósent af því vatnsmagni sem Bandaríkjaher gerði áður. Ellert segir hitaveitumenn ekki ánægða með tilboðið en það sé ásættanlegt ef tekið sé tillit til alls. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að samþykkja tilboð frá bandaríska hernum um 10 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði um 680 milljóna, til að jafna ágreining vegna uppsagnar hitaveitusamnings í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Fram kemur í tilkynningu frá hitaveitunni að tilboðið hafi borist í gær og var fjallað um það á stjórnarfundi í dag og það samþykkt. Segir í tilkynningunni að tilboðið hafi verið lægra en efni hafi staðið til en þegar horft var til hins kostarins, að heyja löng og kostnaðarsöm málaferli fyrir bandarískum dómstólum með óvissum ávinningi, var ákveðið að taka því. Varnarliðið tilkynnti hitaveitunni í lok mars að samningnum yrði sagt upp og hófust þá viðræður milli aðilanna um bætur fyrir uppsögn samningsins. Upphafleg krafa hitaveitunnar var í kringum 50 milljónir dollara, eða rum 3,5 milljarðar króna, en þá var ekki vitað hver framtíð mannvirkja á varnarsvæðinu yrði. Kröfurnar þá byggðust meðal annars á breytingum sem yrði að ráðast í vegna brotthvarfs Bandaríkjamanna, kostnað við að fjarlægja lagnir og að einungis 5 prósent húsnæðis á varnarsvæðinu yrði upphitað í framtíðinni. Með nýju varnarsamkomulagi Bandaríkjamanna og Íslendinga tóku Íslendingar hins vegar við öllu húsnæði á svæðinu og er því íslenska ríkið orðið viðskiptavinur Hitaveitu Suðurnesja í stað Bandaríkjahers. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, stjórnarformanns Hitaveitu Suðurnesja, kaupir íslenska ríkið um 70 prósent af því vatnsmagni sem Bandaríkjaher gerði áður. Ellert segir hitaveitumenn ekki ánægða með tilboðið en það sé ásættanlegt ef tekið sé tillit til alls.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira