Hillary og Obama keppa um útnefningu 2008 25. október 2006 10:18 Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.Stjörnuljómi ObamaHillary Clinton þekkja allir en Barack Obama hefur skotið upp á stjörnuhiminn bandarískra stjórnmála á örskömmum tíma. Einungis tvö ár eru síðan hann vakti fyrst athygli sem aðalræðumaðurinn á flokksþingi demókrata. Þar kvatti hann til að hætt yrði að draga fólk í dilka eftir búsetu og uppruna og þess í stað litið til þess hvaða gildi sameinuðu þjóðina. Stuttu eftir ræðuna frægu var Obama kosinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrr í mánuðnum gaf hann út bókina The Audacity of Hope sem þýða mætti sem "Fífldirska vonarinnar" og vermir hún þegar metsölulistana. Hann hefur verið forsíðuefni tímarita eins og Time, Newsweek og karlaútgáfu Vogue, setið á sófanum hennar Oprah og annarra spjallþáttastjórnenda auk þess sem varla er hægt að opna dagblað án þess að sjá fjallað um hann með einum eða öðrum hætti. Reyndar þykir mörgum nóg um og gerir pistlahöfundurinn Maureen Dowd létt grin að glansímynd hans á laugardaginn og hvetur hann til að hætta að daðra við frægðina og reyna við sögubækurnar í staðinn. Fjölbreyttur bakgrunnurHugleiðingar um hvernig endurheimta skuli ameríska drauminn er undirtitill bókarinnar og að einhverju leyti má segja Barack Obama holdgerving þess fræga draums. Móðir hans er frá Kansas en faðir frá Kenýa og skildu þau þegar Obama var ungur. Hann bjó um tíma í Indónesíu með móður sinni en flutti til ömmu sinnar og afa á Hawaií þegar hann var tíu ára. Hann er menntaður frá tveimur bestu háskólum Bandaríkjanna og var fyrsti blökkumaðurinn til að ritstýra Harvard Law Review. Áður en hann settist á fylkisþing Illinois árið 1994 starfaði hann sem mannréttindalögfræðingur. Hann er í senn mjög varfærinn í orðavali og óvenjulega hreinskilinn. Hann hefur sagst eiga ættingja sem líta út eins og Bernie Mac og Margaret Thatcher og að hafa prófað hass og dregið að sér andann ólíkt Bill Clinton, enda hafi það verið tilgangurinn. Stuðningsmenn hans segja fjölbreyttan bakgrunn og hreinskilni meðal þess sem geri hann að ferskum kosti auk þess sem tími sé kominn fyrir frambjóðanda af næstu kynslóð til að koma fram á sjónarsviðið. Augljósir veikleikarÞað er gott forskot að koma vel fyrir sig orði, myndast vel og vera heillandi en það mun ekki duga til að koma Barack Obama alla leið í Hvíta húsið. Hann er álíka grænn og Kermit froskur segir Joe Klein í forsíðugrein Time um Obama og vísar þar til reynsluleysis hans í mörgum mikilvægum málum. Andstæðingar hans munu hamra á reynsluleysi í varnar- og öryggismálum, benda á að hann hefur enga reynslu af stjórnun og eflaust gera grín af því hve fá mál hann hefur tekið upp á stuttri setu í öldungadeildinni. Samlíkingar við John F. Kennedy eru algengar en þrátt fyrir að Kennedy hafi verið yngri átti hann að baki þrettán ára þingsetu þegar hann bauð sig fram til forseta. Fífldirfska vonarinnarNú er lag segja stuðningsmenn hans og benda á að ferskleiki og meðbyr endast ekki lengi. Barack Obama lýsti því formlega yfir í þættinum Meet the Press á sunnudag að hann myndi hugleiða forsetaframboð alvarlega. Við það tækifæri sagði hann að enginn væri í raun tilbúinn til að verða forseti Bandaríkjanna fyrr en hann tæki við embætti. Ef hann ákveður að láta slag standa hefur hann lofað að gera það hjá vinkonu sinni Oprah. Líkurnar á því virðast hafa aukist til muna en líta út fyrir að falla saman við pólitíska drauma Hillary Clinton. CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir heimildamanni innan herbúðar Obama að hann fari einungis fram ákveði hún að sleppa því og NBC hefur á móti eftir heimildamanni úr liði Clintons að hún fari bara fram ef hann geri það ekki. Við þurfum því líklega að bíða og sjá hvort þeirra hefur meiri fífldirfsku til að vona. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Gott gengi demókrata í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar hefur beint sjónum manna að baráttunni um Hvíta húsið eftir tvö ár. Tveir mögulegir frambjóðendur demókrata vekja mesta athygli enn sem komið er og myndi kosning hvors þeirra verða söguleg því annar er kona en hinn blökkumaður. Margir telja kjósendur reiðubúna til breytinga þegar átta ára stjórnartíð repúblikanans George W. Bush lýkur.Stjörnuljómi ObamaHillary Clinton þekkja allir en Barack Obama hefur skotið upp á stjörnuhiminn bandarískra stjórnmála á örskömmum tíma. Einungis tvö ár eru síðan hann vakti fyrst athygli sem aðalræðumaðurinn á flokksþingi demókrata. Þar kvatti hann til að hætt yrði að draga fólk í dilka eftir búsetu og uppruna og þess í stað litið til þess hvaða gildi sameinuðu þjóðina. Stuttu eftir ræðuna frægu var Obama kosinn í öldungadeild Bandaríkjaþings. Fyrr í mánuðnum gaf hann út bókina The Audacity of Hope sem þýða mætti sem "Fífldirska vonarinnar" og vermir hún þegar metsölulistana. Hann hefur verið forsíðuefni tímarita eins og Time, Newsweek og karlaútgáfu Vogue, setið á sófanum hennar Oprah og annarra spjallþáttastjórnenda auk þess sem varla er hægt að opna dagblað án þess að sjá fjallað um hann með einum eða öðrum hætti. Reyndar þykir mörgum nóg um og gerir pistlahöfundurinn Maureen Dowd létt grin að glansímynd hans á laugardaginn og hvetur hann til að hætta að daðra við frægðina og reyna við sögubækurnar í staðinn. Fjölbreyttur bakgrunnurHugleiðingar um hvernig endurheimta skuli ameríska drauminn er undirtitill bókarinnar og að einhverju leyti má segja Barack Obama holdgerving þess fræga draums. Móðir hans er frá Kansas en faðir frá Kenýa og skildu þau þegar Obama var ungur. Hann bjó um tíma í Indónesíu með móður sinni en flutti til ömmu sinnar og afa á Hawaií þegar hann var tíu ára. Hann er menntaður frá tveimur bestu háskólum Bandaríkjanna og var fyrsti blökkumaðurinn til að ritstýra Harvard Law Review. Áður en hann settist á fylkisþing Illinois árið 1994 starfaði hann sem mannréttindalögfræðingur. Hann er í senn mjög varfærinn í orðavali og óvenjulega hreinskilinn. Hann hefur sagst eiga ættingja sem líta út eins og Bernie Mac og Margaret Thatcher og að hafa prófað hass og dregið að sér andann ólíkt Bill Clinton, enda hafi það verið tilgangurinn. Stuðningsmenn hans segja fjölbreyttan bakgrunn og hreinskilni meðal þess sem geri hann að ferskum kosti auk þess sem tími sé kominn fyrir frambjóðanda af næstu kynslóð til að koma fram á sjónarsviðið. Augljósir veikleikarÞað er gott forskot að koma vel fyrir sig orði, myndast vel og vera heillandi en það mun ekki duga til að koma Barack Obama alla leið í Hvíta húsið. Hann er álíka grænn og Kermit froskur segir Joe Klein í forsíðugrein Time um Obama og vísar þar til reynsluleysis hans í mörgum mikilvægum málum. Andstæðingar hans munu hamra á reynsluleysi í varnar- og öryggismálum, benda á að hann hefur enga reynslu af stjórnun og eflaust gera grín af því hve fá mál hann hefur tekið upp á stuttri setu í öldungadeildinni. Samlíkingar við John F. Kennedy eru algengar en þrátt fyrir að Kennedy hafi verið yngri átti hann að baki þrettán ára þingsetu þegar hann bauð sig fram til forseta. Fífldirfska vonarinnarNú er lag segja stuðningsmenn hans og benda á að ferskleiki og meðbyr endast ekki lengi. Barack Obama lýsti því formlega yfir í þættinum Meet the Press á sunnudag að hann myndi hugleiða forsetaframboð alvarlega. Við það tækifæri sagði hann að enginn væri í raun tilbúinn til að verða forseti Bandaríkjanna fyrr en hann tæki við embætti. Ef hann ákveður að láta slag standa hefur hann lofað að gera það hjá vinkonu sinni Oprah. Líkurnar á því virðast hafa aukist til muna en líta út fyrir að falla saman við pólitíska drauma Hillary Clinton. CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir heimildamanni innan herbúðar Obama að hann fari einungis fram ákveði hún að sleppa því og NBC hefur á móti eftir heimildamanni úr liði Clintons að hún fari bara fram ef hann geri það ekki. Við þurfum því líklega að bíða og sjá hvort þeirra hefur meiri fífldirfsku til að vona.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira