Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma 24. október 2006 18:36 Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira