Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts 23. október 2006 18:30 Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira