Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts 23. október 2006 18:30 Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira