Aukin harka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 23. október 2006 16:15 Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína og hafa undir höndunum ítarlegan lista yfir flokksmenn sem aðrir frambjóðendur hafi ekki aðgang að. Bréfið var birt á netinu í dag á síðu Steingríms Ólafssonar, Þegar stórt er spurt. Boðað hefur verið til fundar meðal þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan fimm í dag vegna málsins. Í kvörtunarbréfinu sagði að listi yfir flokksmenn og símanúmer þeirra hafi verið uppfærður af sjálfboðaliðum flokksins fyrir kosningarnar í Reykjavík í vor. Bréfritarar segja ljóst að Guðlaugur hafi nú nýtt sér þessa lista á meðan aðrir frambjóðendur hafi fengið úrelta og óuppfærða lista. Ýjað er að því, að tveir þeirra sem sitji í kosningastjórn Guðlaugs séu viðriðnir málið en þeir hafi verið umsjónarmenn átaksins í vor. Samkvæmt heimildum NFS var frambjóðendum í dag sent bréf frá Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagt er að málið hafi verið skoðað og athugun hafi ekki leitt neina misnotkun í ljós. Keppendur um annað sætið á lista flokksins, Björn Bjarnason, Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson, verða gestir í Íslandi í dag kvöld. Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Aukin harka virðist vera hlaupin í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stjórn flokksins og frambjóðendum barst fyrir helgina nafnlaust bréf þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og kosningastjórn hans voru sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína og hafa undir höndunum ítarlegan lista yfir flokksmenn sem aðrir frambjóðendur hafi ekki aðgang að. Bréfið var birt á netinu í dag á síðu Steingríms Ólafssonar, Þegar stórt er spurt. Boðað hefur verið til fundar meðal þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan fimm í dag vegna málsins. Í kvörtunarbréfinu sagði að listi yfir flokksmenn og símanúmer þeirra hafi verið uppfærður af sjálfboðaliðum flokksins fyrir kosningarnar í Reykjavík í vor. Bréfritarar segja ljóst að Guðlaugur hafi nú nýtt sér þessa lista á meðan aðrir frambjóðendur hafi fengið úrelta og óuppfærða lista. Ýjað er að því, að tveir þeirra sem sitji í kosningastjórn Guðlaugs séu viðriðnir málið en þeir hafi verið umsjónarmenn átaksins í vor. Samkvæmt heimildum NFS var frambjóðendum í dag sent bréf frá Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagt er að málið hafi verið skoðað og athugun hafi ekki leitt neina misnotkun í ljós. Keppendur um annað sætið á lista flokksins, Björn Bjarnason, Pétur Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson, verða gestir í Íslandi í dag kvöld.
Fréttir Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira