Eignarhaldsfélagið Ólafsfell, sem er félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur keypt 8 prósenta hlut í Árvakri sem gefur út Morgunblaðið. Fyrir á Ólafsfell 82 prósenta hlut í Eddu útgáfu sem er stærsta bókaútgáfa landsins.
Hluturinn var keyptur af Ingileif Hallgrímsdóttur. Í tilkynningu frá kaupendum segir að kaupverð sé trúnaðarmál.