Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hugsanlega í leyfisleysi 20. október 2006 19:14 Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Grunur leikur á að framkvæmdir við annan áfanga Hellisheiðarvirkjunar séu í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur farið fram á greinargerð frá Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitastjórn Ölfuss vegna málsins. Fyrsti áfangi Hellisheiðarvirkjunar verður vígður með pompi og pragt á morgun. Annar áfangi virkjunarinnar á Skarðsmýrarfjalli á að komast í gagnið árið 2008. Sú framkvæmd er ekki inni í aðalskipulagi Ölfusshrepps en Orkuveita Reykjavíkur telur sig hafa bráðabirgðaleyfi frá sveitastjórninni. Stefán Thors skipulagsstjóri segir margt benda til þess að menn hafi farið fram úr sér. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir greinargerð frá Orkuveitunni og Sveitarstjórninni. Framkvæmdaleyfi þarf alltaf að vera í samræmi við skipulag eða mat á umhverfisáhrifum. Ekkert er til sem heitir takmarkað framkvæmdaleyfi eða bráðabirgðaleyfi. Við smærri framkvæmdir eru hinsvegar dæmi um takmarkað byggingaleyfi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir það alveg rétt að það sé ekki búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag á þessu svæði, en þetta séu tilraunaverkefni og eftir að reyna á hvort á svæðinu verði einhver starfsemi. Hann segir að heimilað hafi verið að lagfæra gamla vegaslóða á svæðinu og gera þessar tilraunaboranir. Það sé bráðabirgðaframkvæmdaleyfi sem bæjarstjórnin telji að byggi á því að svæðið sé raskað og þar hafi verið gamlir vegaslóðar sem hafi tilheyrt skíðasvæði. Tilraunir þar séu því heimilar samkvæmt þessari forsögu. Sveitarstjórnin sjálf getur látið stöðva framkvæmdir meðan vafi leikur á að þar hafi verið farið fram úr heimildum. Það getur Úrskurðarnefnd Skipulags og byggingamála líka gert ef framkvæmdin er kærð til hennar. Það hefur ekki verið gert. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands segir málið enn eitt dæmi um frumskógarlögmálið. Embættismenn yppti bara öxlum og stjórnmálamenn líti undan. Orkuveitan sé að borga 500 milljónir til sveitarfélagsins vegna samnings um þessa orkusölu, þar af fari 7 milljónir til stjórnsýslunnar. Á sama tíma sé sveitarfélagið ekki fært um að stunda almennilega stjórnsýslu og veita rétt leyfi. Það virðist sem peningar Orkuveitunnar skipti meira máli en að rétt sé farið að. Árni segir að það hljóti að koma að því að umhverfisráðherra, sem sé líka skipulagsráðherra, líti á málið og spyrji hvað sé hægt að gera betur. Hann telur að þetta mál sé ekki einsdæmi. 1.500 manns er boðið að vera við vígslu Hellisheiðarvirkjunar á morgun. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfi fyrsta áfanga virkjunarinnar rann þó ekki út fyrr en 16. október, viku eftir að boðskortin voru send út.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira