Lög um Námsgagnastofnun verði endurskoðuð 20. október 2006 10:09 Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á lögum og reglum sem varða útgáfu og sölu Námsgagnastofnunar á kennsluefni fyrir grunnskólanema með hliðsjón af markmiði og ákvæðum samkeppnislaga. Enn fremur beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til stofnunarinnar að skilið verði fjárhagslega á milli lögbundins rekstrar og rekstrar sem er í samkeppni við einkaaðila.Þessa úrskurði felldi Samkeppniseftirlitið eftir að sjálfstæðir útgefendur námsefnis, Árni Árnason og Æskan, höfðu kvartað yfir því að starfshættir Námsgagnastofnunar og lagaumhverfi hennar væru samkeppnishindrandi og að grunnskólar gætu ekki nýtt sér námsefni sem aðrir en stofnun hefði samið.Héldu sjálfstæðir útgefendur því fram að með svokölluðu kvótakerfi sem Námsgagnastofnun breytti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta hefði stofnunin gert sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólana. Jafnframt kvörtuðu áðurnefndir útgefendur námsefnis yfir því að Námsgagnastofnun hefði það kennsluefni sem hún framleiðir fyrir grunnskóla til sölu á almennum markaði á verði sem ekki væri unnt að keppa við.Samkeppniseftirlitið metur það svo að þær samkeppnishindranir sem eru á markaðnum megi að miklu leyti rekja til þess lagaumhverfis sem markaðurinn býr við en lög um Námsgagnastofnun eru frá árinu 1990 og reglugerð frá árinu 1980. Hvort tveggja hafi tekið gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga. Þar að auki skilji stofnuna ekki á milli á milli þeirrar lögbundnu starfsemi sinnar annars vegar að sjá grunnskólum landsins fyrir náms- og kennslugögnum og þeirrar starfsemi hins vegar sem felst í að selja útgefið efni stofnunarinnar á almennan markað í samkeppni við einkaaðila. Telur Samkeppniseftirlitið því að í raun sé unnið gegn því að samkeppni fái þrifist í útgáfu og sölu á námsefni og að lög og reglur sem gildi um Námsgagnastofnun séu í mótsögn við markmið samkeppnislaga. Þá sé starfshættir Námsgagnastofnunar því marki brenndir að draga úr og torvelda samkeppni og þess vegna hafi þeim sem reynt hafi að hasla sér völl á vettvangnum orðið lítt ágegnt. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er ekki ástæða til að ætla annað en að samkeppni geti þrifist við útgáfu og sölu kennsluefnis fyrir grunnskólanema verði lagaumhverfi lagað að breyttum háttum. Slík samkeppni er til þess fallin að stuðla að fjölbreyttara kennsluefni og auka gæði þess.Með vísan til framanritaðs beinir Samkeppniseftirlitið því til menntamálaráðherra að beita sér fyrir að lög og reglur sem varða Námsgagnastofnun verði teknar til skoðunar með hliðsjón af samkeppnislögum. Þá er Námsgangastofnun gert að laga starfshætti sína að samkeppnislögum," segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira