Pólitísk afskipti skaða Strætó 19. október 2006 14:36 Mynd/Gunnar V. Andrésson Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira