Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós 18. október 2006 18:30 Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira