Rannsókn lögreglunnar á hlerunum leiðir ekki sannleikann í ljós 18. október 2006 18:30 Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull. Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Rannsókn lögreglustjóra á Akranesi á hleranamálum leiðir ekki sannleikann í ljós, að mati Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra. Eina leiðin til að fá þessar upplýsingar upp á borðið er að setja upp sannleiksnefnd að hætti Norðmanna.Sími Jóns Baldvins Hannibalssonar var hleraður í höfuðstöðvum Pósts og síma, Landsímahúsinu við Austurvöll samkvæmt vitninu í máli hans. Ráðherrann fyrrverandi telur ekki líklegt að rannsókn lögreglustjórans á Skaganum leiði sannleikann í ljós.Í réttaríki á lögreglan ekki að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin. "Ég held að það sé alger misskilningur hjá forsætisráðherra Geir Haarde þegar hann segir um aðkomu þingsins að það verði bara pólitíkusar að rannsaka pólitíkusa."Aðilar í framkvæmdavaldinu misnotuðu aðstöðu sína, segir Jón og gripu til ólöglegra aðgerða."Íslendingar eru hrekklaust fólk og þeim virðist ganga mjög illa að skilja að þetta voru ólöglegar aðgerðir og framkvæmdar á laun þar sem vitnum varð ekki við komið. Allir þeir sem hafa orðið fyrir þessu standa uppi með það að þeir eiga erfitt með að leiða fram vitni."Ef vitni gefa sig fram eru þeir sennilega sakhæfir fyrir refsivert athæfi. Og bundnir þagnarskyldu við yfirboðara sína, segir Jón. "Eina leiðin til að fá allt upp á borðið í svona málum er það sem við köllum norsku leiðina."Í Noregi samþykkti stórþingið lög sem kváðu á um að allir, bæði gerendur og fórnarlömb skyldu ekki leiddir fyrir dóm og hefði ekki áhrif á starfsframa þeirra. "Þetta er eina leiðin því ella koma engin vitni fram. Þegar stjórnmálamenn segjast vilja fá allt upp á borðið en eru á móti því að fara þessa leið þá eru þeir bara að blaðra."Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Þór Whitehead að Jón Baldvin og þáverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hafi farið þess á leit við Róbert Trausta Árnason sem var varafastafulltrúi Íslands hjá NATO að kanna hvort Svavar Gestsson þáverandi menntamálaráðherra hafi verið erindreki stasi. Jón Baldvin neitar þessu. Hann hafi beðið Róbert að kanna hvort hún hefði haft starfsemi á Íslandi og hvort Íslendingar hefðu verið í þjónustu hennar. "Þetta bar mér skylda til að gera. Þetta var spurning um hvort erlend leyniþjónusta hefði starfað á Íslandi." Á þessum tíma hafi öll ríki verið að keppast um að komast í skjalasafn Stasi.Samkvæmt greininni eiga Jón Baldvin og Steingrímur að hafa óskað eftir því að Árni Sigurjónsson yfirmaður Leyniþjónustunnar fengi ekki veður af þessari eftirgrennslan. Það segir Jón Baldvin að sé bull.
Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira