Nýr sendiherra í Úkraínu 17. október 2006 22:45 Hannes Heimisson, sendiherra (tv.), og Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu. MYND/Utanríkisráðuneytið Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Fram kemur í frétt á vef utanríkisráðuenytisins að á fundinum með utanríkisráðherranum hafi meðal annars verið rætt um undirbúning opinberrar heimsóknar Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra til Úkraínu 6. til 9. nóvember næstkomandi og vaxandi samskipti ríkjanna. Ráðherrann hafi einnig verið upplýstur um áherslur Íslands í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í för með utanríkisráðherra verður fjölmenn viðskiptasendinefnd. Útflutningsráð og utanríkisráðuneyti vinna að undirbúningi heimsóknar viðskiptasendinefndarinnar í nánu samstarfi við Kostyantyn Malovanyy, kjörræðismann Íslands í Kiev. Í frétt utanríkisráðuneytisins segir að fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu hafi aukist mjög að undanförnu, einkum með kaupunum á Bank Lviv, banka í samnefndri borg í vesturhluta Úkraínu, undir forystu Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns MP fjárfestingarbanka. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Fram kemur í frétt á vef utanríkisráðuenytisins að á fundinum með utanríkisráðherranum hafi meðal annars verið rætt um undirbúning opinberrar heimsóknar Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra til Úkraínu 6. til 9. nóvember næstkomandi og vaxandi samskipti ríkjanna. Ráðherrann hafi einnig verið upplýstur um áherslur Íslands í framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í för með utanríkisráðherra verður fjölmenn viðskiptasendinefnd. Útflutningsráð og utanríkisráðuneyti vinna að undirbúningi heimsóknar viðskiptasendinefndarinnar í nánu samstarfi við Kostyantyn Malovanyy, kjörræðismann Íslands í Kiev. Í frétt utanríkisráðuneytisins segir að fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu hafi aukist mjög að undanförnu, einkum með kaupunum á Bank Lviv, banka í samnefndri borg í vesturhluta Úkraínu, undir forystu Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns MP fjárfestingarbanka.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira