Lögreglustjórinn á Akranesi rannsakar meintar hleranir 16. október 2006 18:22 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglustjóranum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrum utanríkisráðherra, og lögfræðings á Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Samfylkingin ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í meintar hleranir.Í tilkynningu frá ríkissaksóknara kemur fram að hann ætlar að láta rannsaka ætlaðar hleranir á síma fyrrum utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem eiga að hafa átt sér stað árið 1993 og sömuleiðis verður rannsakað hvort sími Árna Páls Árnasonar var hleraður en hann var þá lögfræðingur á Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins. Árni Páll, sem nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar, upplýsti í Silfri Egils í gær að hann hefði verið varaður við því á vordögum 1995 að sími hans væri hleraður af íslenskum aðilum.Ákvörðun ríkissaksóknara er tekin í tilefni af ummælum og upplýsingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum um hleranir á símum og símtölum þeirra. Það verður lögreglustjórinn á Akranesi, Ólafur Hauksson, sem annast rannsóknina í samráði við ríkissaksóknara.Í fréttum RÚV í dag kom fram að Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill að nefnd Páls Hreinssonar um njósnir í kalda stríðinu, frá 1945-91 ætti einnig að fjalla um tímann eftir 1991 til okkar daga. Hlutverk þessarar nefndar er eingöngu að skoða gögn og setja reglur um aðgang fræðimanna að þeim gögnum. Í því felst engin rannsókn.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki duga til að víkka út það tímabil sem nefndin á að skoða. Hún segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir því að alþingi komi á fót rannsóknarnefnd þar sem farið verði í saumana á hlerunum og njósnum hér á landi. Nauðsynlegt sé líka að setja lög um vitnaskyldu svo hægt verði að leiða vitni fyrir nefndina og þeim skylt að tala við hana.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira