
Innlent
Bræla víða á fiskimiðum

Óveður, eða bræla, er víða á fiskimiðum umhverfis landið og fá fiskiskip á sjó. Verst er veðrið norðvestur af landinu þar sem stór skip hafa ýmist siglt í var eða halda sjó á meðan það versta gengur yfir. Ekki er vitað til að neitt skip haf legið undir áföllum eða nokkur óhöpp orðið þrátt fyrir veðrið.