ELKEM flytur starfsemi sína frá Ålvik til Grundartanga 13. október 2006 15:56 Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu. Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Stjórn Elkem ákvað í dag að leggja niður drjúgan hluta af framleiðslu járnblendiverksmiðju félagsins í Ålvik í Noregi og flytja hana til Íslands. Forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga er að vonum ánægður, en þetta þýðir um fjörutíu ný störf í fyrirtækinu. Eins dauði er annars brauð. Ef stjórn ORKLA, eigandi ELKEM, samþykkir ákvörðunina er talið að um 160-70 manns missi vinnuna í Ålvik - en um 40 manns fái vinnu í Hvalfirði. Um er að ræða framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni sem ráðgert er að hefjist í febrúar 2008. Stjórn ELKEMS hefur um nokkurt skeið íhuga að flytja starfsemina vegna þess að gamlir raforkusamningar fyrirtækisins um niðurgreitt orkuverð eru að renna út og verða ekki endurnýjaðir. En þó að ELKEM leggi út í 3 milljarða króna fjárfestingu með kaupum á tækjum og byggingu á húsi yfir deigluverkstæði þá þarf þessi nýja starfsemi - ekki meira rafmagn en Járnblendið notar í dag. Ástæða þess er að orkunýting verksmiðjunnar verður hagkvæmari við breytinguna, segir Ingimundur Birnir forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar. Aðspurður hvernig standi á því að framleiðslan í Noregi var svo miklu mannafslfrekari segir Ingimundur að hér verði notast við allra nýjustu tækni sem þýði að hver starfskraftur verði verðmætari.Gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins aukist um 3,5 milljarða króna við breytinguna. Með breytinginum eykst svokölluð sérframleiðsla í Járnblendiverksmiðjunni og verður 85 prósent af heildarframleiðslu árið 2008. Afurðir væntanlegrar framleiðslu magnesíumkísiljárns verða meðal annars notaðar til að steypa grunnhluta bílvéla.Stjórnendur Járnblendiverksmiðjunnar segja í fréttatilkynningu að umhverfisráðherra hafi verið kynntur flutningurinn á framleiðslu á magnesíumbættu kísiljárni til Íslands og greint frá því að unnið væri að viðhaldi og endurbótum á svokölluðum síuhúsum fyrir um 50 milljónir króna. Þær ráðstafanir, sem og fyrirhugaðar breytingar í framleiðsluferlinu, myndu draga verulega úr sjónmengun og styrkja mengunarvarnir fyrirtækisins yfirleitt.Fulltrúi Umhverfisstofnunar hafi staðfest á fundinum að reyklosun hefði alltaf verið langt innan marka í starfsleyfi fyrirtækisins en af hálfu Íslenska járnblendifélagsins hafi því verið lýst að það hefði metnað til að gera mun betur og vera innan við 10 prósent af þeirri losun sem heimiluð er í starfsleyfinu.Í tilkynningu á heimasíðu ELKEM kemur fram að orkusamningar félagsins í Noregi séu að renna út og það þýði að orkukostnaður þess muni hækka umtalsvert. Á Íslandi sé eitt besta fyrirkomulag í orkumálum í heiminum og það sé mun betra en í Noregi út frá fjárfestingarsjónarmiðum.Um 160 manns starfa nú í verksmiðju ELKEM í Ålvik en til stendur að breyta starfseminni þar og koma á fót endurvinnsluverksmiðju fyrir áliðnað þar sem um 50 manns geti fengið vinnu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira