Hljómsveitin Sign spilar hér heima 13. október 2006 15:30 Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. Sign hafa verið iðnir við tónleikahald á þessu ári og lofa að mæta þéttir til leiks með nýtt efni í farteskinu. Í tilefni af tónleikahaldinu sendir hljómsveitin frá sér smáskífuna, So Pretty, sem gefin er út í niðurhali á tonlist.is Hér er um alfarið nýja útgáfu að ræða frá því sem var á geisladisknum, Thank God for Silence, sem út kom fyrir síðustu jól. Nýja útgáfan var unnin með hinum þekkta breska hljóðupptökustjóra Chris Sheldon. Sign spila á eftirfarandi stöðum á næstunni: Föstudagur 13. október Akranes - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star og Sýna Laugardagur 14. október Akureyri - Sjallinn ásamt Nevolution og Jamies Star Sunnudagur 15. október Grundarfirði - Félagsheimilinu á Grundafirði Mánudagur 16. október Keflavík - Yello ásamt Jamies Star og Ritz Þriðjudagur 17. október Selfoss - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star Föstudagur 20. október Reykjavík - Nasa - Kerrang! kvöld Iceland Airwaves Lag á Kerrang! safndiski A Little Bit með Sign er eitt af þeim lögum sem kemur út á nýjum safndiski sem Kerrang! hefur sett saman í tilefni af 25 ára afmæli sínu og nefnist New Breed. Í frétt í Kerrang! í þessari viku segir að disknum sé ætlað að koma á framfæri heitustu hljómsveitinum í heimi Kerrang! um leið og varpað er ljósi á nýjar sveitir sem eru að brjótast í gegn og tímaritið trúi á að eigi eftir að ná miklum árangri á næstu 12 mánuðum. Í upptalningu sinni nefnir Kerrang! þrjár alþjóðlegar hljómsveitir í þessu samhengi eða Sign, frönsku sveitina Gojira (sem einnig koma fram á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves) og áströlsku sveitina The Scare sem Sign ferðuðust með á Kerrang! Most wanted túr fyrr á árinu. Egill Rafnsson trommuleikari hljómsveitarinnar segir þetta viðurkenningu fyrir Sign. "Við erum búnir að lesa þetta tímarit frá því að við vorum púkar og það er góð tilfinning að sjá Sign á prenti í Kerrang!. Þeir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á okkur síðan að við spiluðum á Iceland Airwaves í fyrra og beiðni þeirra um að fá lag á safndisk sem gefinn er út í tilefni af afmælisári þeirra toppaði þann stuðning." Lífið Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Hljómsveitin Sign heldur 6 daga tónleikaröð sem hefst föstudaginn 13. október og endar föstudaginn 20. á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves. Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum þriggja vikna Evróputúr þar sem þeir spiluðu 17 tónleika í 5 löndum. Sign hafa verið iðnir við tónleikahald á þessu ári og lofa að mæta þéttir til leiks með nýtt efni í farteskinu. Í tilefni af tónleikahaldinu sendir hljómsveitin frá sér smáskífuna, So Pretty, sem gefin er út í niðurhali á tonlist.is Hér er um alfarið nýja útgáfu að ræða frá því sem var á geisladisknum, Thank God for Silence, sem út kom fyrir síðustu jól. Nýja útgáfan var unnin með hinum þekkta breska hljóðupptökustjóra Chris Sheldon. Sign spila á eftirfarandi stöðum á næstunni: Föstudagur 13. október Akranes - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star og Sýna Laugardagur 14. október Akureyri - Sjallinn ásamt Nevolution og Jamies Star Sunnudagur 15. október Grundarfirði - Félagsheimilinu á Grundafirði Mánudagur 16. október Keflavík - Yello ásamt Jamies Star og Ritz Þriðjudagur 17. október Selfoss - Fjölbrautarskólanum ásamt Jamies Star Föstudagur 20. október Reykjavík - Nasa - Kerrang! kvöld Iceland Airwaves Lag á Kerrang! safndiski A Little Bit með Sign er eitt af þeim lögum sem kemur út á nýjum safndiski sem Kerrang! hefur sett saman í tilefni af 25 ára afmæli sínu og nefnist New Breed. Í frétt í Kerrang! í þessari viku segir að disknum sé ætlað að koma á framfæri heitustu hljómsveitinum í heimi Kerrang! um leið og varpað er ljósi á nýjar sveitir sem eru að brjótast í gegn og tímaritið trúi á að eigi eftir að ná miklum árangri á næstu 12 mánuðum. Í upptalningu sinni nefnir Kerrang! þrjár alþjóðlegar hljómsveitir í þessu samhengi eða Sign, frönsku sveitina Gojira (sem einnig koma fram á Kerrang! kvöldi Iceland Airwaves) og áströlsku sveitina The Scare sem Sign ferðuðust með á Kerrang! Most wanted túr fyrr á árinu. Egill Rafnsson trommuleikari hljómsveitarinnar segir þetta viðurkenningu fyrir Sign. "Við erum búnir að lesa þetta tímarit frá því að við vorum púkar og það er góð tilfinning að sjá Sign á prenti í Kerrang!. Þeir hafa stutt ótrúlega vel við bakið á okkur síðan að við spiluðum á Iceland Airwaves í fyrra og beiðni þeirra um að fá lag á safndisk sem gefinn er út í tilefni af afmælisári þeirra toppaði þann stuðning."
Lífið Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira