Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar 13. október 2006 11:28 Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira