Lögreglan í Kópavogi, í samvinnu við lögregluna í Hafnarfirði, leysti upp partí í heimahúsi í Kópavogi í nótt og handtók átta ungmenni, eftir að hass og amfetamín fundust þar við húsleit.
Meðal hinna handteknu voru tvær stúlkur undir lögaldri og voru foreldrar þeirra látnir sækja þær á lögreglustöðina. Hinum var sleppt að yfirheyrslum loknum undir morgun. Talið er að efnin sem fundust, hafi verið ætluð til einkaneyslu, en ekki dreifingar og sölu.