Hvalreka er að finna í landi Stóru-Hvalsár í Hrútafirði, í nágrenni við réttina. Á myndinni má sjá hvalinn liggjandi á flúru skammt frá landi.
Fram kemur á vefnum strandir.is að Ingimundur Pálsson, tíðindamaður vefsins, hafi farið niður í fjöru og myndað skepnuna þegar hann var á ferð um Hrútafjörðinn.
Ekki er vitað af hvaða tegund hvalurinn er en lesendum er frjálst að koma skoðunum sínum á framfæri.