Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar 10. október 2006 18:45 Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira