Vegna síaukinnar eftirspurnar eftir hjónavígslum hefur Ásatrúarfélagið útnefnt þrjá nýja goða með vígsluréttindi, og fengið staðfestingu Dómsmálaráðuneytisins þar á.
Hingaðtil hefur aðeins allsherjargoði og staðgengill hans haft réttindi til þess að gefa fólk saman í hjónaband. Félagar í Ásatrúarfélaginu eru nú á ellefta hundrað og dreifðir um landið.
Það er stefna Ásatrúarfélagsins að geta þjónustað allt landið, og því hafa nú verið útnefndir þrír nýir goðar með vígsluréttindi.
Vígslugoðar eru nú á Álftanesi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Hvalfirði og Hafnarfirði. Ásatrúarfélagið stefnir að því að með tíð og tíma verði slíka goða að finna um allt land.