Bardagi að bresta á 6. október 2006 20:51 Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur. Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur.
Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira