Ráðherra gagnrýnir Draumalandið 5. október 2006 22:46 Jón Sigurðssson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ræðustól á Alþingi. MYND/Hörður Sveinsson Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir tímabili virkrar stóriðju- og virkjanastefnu íslenskra stjórnvalda hafa lokið 2003, með breytingum sem þá voru gerðar á stjórnsýslu og umhverfi á þeim vettvangi. Nú séu þau verkefni sem helst séu á döfinni við Húsavík, í Helguvík og í Straumsvík á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja, en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytis. Þetta kom fram í ræðu sem ráðherra flutti á fundi Samtaka iðnaðarins í dag sem bar yfirskriftina Náttúruvernd og nýting auðlinda. Í ræðunni gagnrýnir ráðherra marg sem kemur fram í Draumalandinu, bók Andra Snæs Magnasonar, en segir hana um leið tímabæra og skemmtilega. Höfundurinn skauti yfir vandamál í byggðaþróun margra áratuga eins og ekkert sé. Ráðherra segir tengingu höfundar yfir í stórframkvæmdirnar fyrir austan ekki sannfrænadi á þann hátt sem greinilega vaki fyrir höfundi. Rökleg tengsl og forsendur fyrir ályktunum Andra Snæs standist því ekki með þeim hætti sem hann stefni að. Ráðherra ræðir þá gagnrýni höfundar að Ísland hafi verið kynnt sem land "ódýrrar orku". Þetta sé æpandi mótsögn í málsmeðferð höfundar og skaði í raun málstað hans. Lesandi verði ekki alveg viss um það hvort höfundurinn boðar andstöðu gegn stórvirkjunum vegna náttúruverndarsjónarmiða eða hann gagnrýni orkusölusamningana vegna þess að hún gefi ekki nægilegan gróða. Ráðherra lýkur ræðu sinni með þeim orðum að allt samfélagið, hagkerfið og þjóðlífið allt hvíla á þeirri forsendu að orkulindir og aðrar auðlindir lands og lagar séu nýttar af ráðdeild og skynsemi. Því beri að vanda rækilega allar ákvarðanir í þessum efnum og stíga varlega fram. Það hafi verið og verði áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar. Ræða ráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Nýtt slagorð ungra Miðflokksmanna: „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira