Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á fundinum í morgun nýtt frumvarp sem felur í sér að lögin verða framlengd um fimm ár.
