Mikil endurnýjun í þingmannahópnum 3. október 2006 12:29 Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Við þingsetningu í gær gerði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, meðal annars þá þróun að umtalsefni sínu að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott af þingi. Sú þróun væri einnig að eiga sér stað að þingmenn stöldruðu líka styttra við en áður. Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu sést að af sextíu og þremur þingmönnum hafa sjö horfið af vettvangi stjórnmála. Árni Magnússon fór úr félagsmálaráðneytinu til Glitnis. Bryndís Hlöðversdóttir er núna aðstoðarrektor á Birföst. Davíð Oddsson tók við starfi Seðlabankastjóra. Guðmundur Árni Stefánsson gerðist sendiherra í Svíþjóð. Gunnar I. Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og Tómas Ingi Olrich er í sendiráðinu í París. Aðrir sjö reyndir þingmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta þingmennsku að kjörtímabilinu loknu en þetta eru þau Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Ljóst er því að rúmur fimmtungur þeirra þingmanna sem kjörinn var í síðustu kosningum kemur til með að sinna öðrum störfum en þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Fréttir Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Við þingsetningu í gær gerði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, meðal annars þá þróun að umtalsefni sínu að margir reyndir þingmenn væru að hverfa á brott af þingi. Sú þróun væri einnig að eiga sér stað að þingmenn stöldruðu líka styttra við en áður. Ef litið er á þær breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu sést að af sextíu og þremur þingmönnum hafa sjö horfið af vettvangi stjórnmála. Árni Magnússon fór úr félagsmálaráðneytinu til Glitnis. Bryndís Hlöðversdóttir er núna aðstoðarrektor á Birföst. Davíð Oddsson tók við starfi Seðlabankastjóra. Guðmundur Árni Stefánsson gerðist sendiherra í Svíþjóð. Gunnar I. Birgisson tók við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Halldór Ásgrímsson hætti sem forsætisráðherra og Tómas Ingi Olrich er í sendiráðinu í París. Aðrir sjö reyndir þingmenn hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta þingmennsku að kjörtímabilinu loknu en þetta eru þau Guðmundur Hallvarðsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Ljóst er því að rúmur fimmtungur þeirra þingmanna sem kjörinn var í síðustu kosningum kemur til með að sinna öðrum störfum en þingmennsku að kjörtímabilinu loknu.
Fréttir Innlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira