Fimmtán umsóknir bárust um starfið og voru fimm umsækjendur boðaðir í viðtal, þar á meðal Sigurbjörg. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að Stella var ráðin. Sigurbjörg telur sig hæfari til starfsins, og hefur því leitað til Umboðsmanns Alþingis.
Kvartar til Umboðsmanns Alþingis
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.