Kaupþing banki hefur verið útnefndur besti íslenski bankinn af alþjóðlega fjármálatímaritinu Global Finance. Að mati tímaritsins hefur Kaupþingi banka tekist afar vel upp í útrás til landa Norður-Evrópu.
Bankinn hafi vaxið stöðugt og vel hafi tekist að minnka kostnað sem hlutfall af tekjum.
Það var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sem tók við verðlaunum Global Finance við hátíðlega athöfn í Singapúr á dögunum, en þar fór fram á sama tíma ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.