Þörf á þjóðarsátt 2. október 2006 19:23 Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið. Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagðist, við setningu Alþingis í dag, eiga þá ósk að aldrei framar verði sá klofningur með þjóðinni sem hersetan hafi markað. Hann segir að afstaðan til umhverfismála kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum. Þörf sé á þjóðarsátt í umhverfismálum. Þingsetningarathöfnin hófst að vanda með því að alþingismenn gengu fylktu liði frá alþingi til dómkirkjunnar og hlýddu á guðsþjónustu. Að henni lokinni gengu þingmenn ásamt forseta Íslands og biskupi aftur til þinghússins. Nokkurir tugir mótmælenda höfðu safnast saman til að andæfa stóriðju og virkjunum. Ólafur Ragnar Grímsson forseti setti þingið og sagði meðal annars að deilurnar um veru varnarliðsins á Íslandi ættu að vera víti til varnaðar um alla framtíð. Alltaf verði leiðarljós að samfélagið Ísland lamist aldrei aftur vegna djúpstæðs þjóðarklofnings. Forseti sagði ennfremur að brotthvarf hersins væru söguleg tímamót og við þau hefði skapast einstakt tækifæri. Nú þyrfti að ná þjóðarsátt um grundvöllinn í utanríkisstefnu Íslands. Hann sagðist sjá merki þess að umhverfismálin væru að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar eins og hersetan gerði í marga áratugi. Þúsundir mótmæli á götum Reykjavíkur á sama tíma og íbúar Austurlands fagni nýjum áföngum í byggðaþróun. Forsetinn hvatti menn til að horfa til þjóðarsáttar í erfiðum málum. Þegar ágreiningur um veru hersins hafi nú verið til lykta leiddur með brottför varnarliðsins sé afar brýnt að deilurnar um nýtingu náttúru Íslands skapi ekki nýja gjá. Jóhanna Sigurðardóttir er nýr starfsaldursforseti þingsins. Sólveig Pétursdóttir var endurkjörinn forseti þingsins. Hún þakkaði þingheimi en notaði jafnframt tækifærið til að vanda um fyrir þingmönnum og vitnaði til fyrirrennara síns sem sagði Alþingi engan sunnudagaskóla. Sólveig sagði það orð að sönnu. Alþingismenn yrðu þó eigi að síður að gæta hófs í málfari sínu og sýna háttvísi og virða persónu og æru annarra. Sólveig bætti því við að ekki væri undan miklu að kvarta í sal Alþingis en ágætt að minnast þessa annars lagið.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira