Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs 2. október 2006 17:45 Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira